Tryggjum mannréttindi fyrir öll! Steinunn Bergmann skrifar 3. janúar 2024 20:31 Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun