Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:52 Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að um hafi verið svokallaðan gikkskjálfta. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík.
Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20