Sektaður um fjörutíu milljónir króna fyrir að kasta drykknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 14:00 David Tepper er mjög vel stæður enda er aðeins einn eigandi i NFL-deildinni sem er ríkari en hann. Getty/Cooper Neill Reiðikast David Tepper, eiganda Carolina Panthers liðsins, varð honum dýrt eftir að NFL-deildin skellti á hann sekt jafnvirði tugmilljóna króna fyrir framkomu hans á gamlársdag. Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024 NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira