Sektaður um fjörutíu milljónir króna fyrir að kasta drykknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 14:00 David Tepper er mjög vel stæður enda er aðeins einn eigandi i NFL-deildinni sem er ríkari en hann. Getty/Cooper Neill Reiðikast David Tepper, eiganda Carolina Panthers liðsins, varð honum dýrt eftir að NFL-deildin skellti á hann sekt jafnvirði tugmilljóna króna fyrir framkomu hans á gamlársdag. Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024 NFL Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Tepper kastaði drykknum sínum yfir stuðningsmenn Jacksonville Jaguars liðsins sem voru fyrir neðan heiðursstúkuna. Hann var sektaður um 300 þúsund Bandaríkjadali eða 41,4 milljónir króna. NFL deildin sagði þetta óásættanlega hegðun og að allt starfsfólk NFL deildarinnar yrði að bera virðingu fyrir stuðningsfólki á öllum stundum. For those scoring at home, fining David Tepper $300,000 ( Net worth: $20.6 Billion) is the equivalent of fining the Average American ONE DOLLAR AND 77 CENTS! https://t.co/cfyHzDqnhH— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2024 Tepper sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mikla ástríðu fyrir liði sínu. Hann sæi eftir framkomu sinni. „Ég hefði átt að láta öryggisverði leikvangsins taka á þessu,“ sagði David Tepper og vísaði til orðaskaks við stuðningsmenn Jacksonville Jaguars. Þeir rúlluðu upp liði Tepper 26-0. Tepper hefur alveg efni á að borga sektina. Hann er næstríkasti eigandi NFL-deildarinnar og er metinn á meira en tuttugu milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2800 milljarða íslenskra króna. Sektin er eitt prósent af einu prósenti auðæfa hans. Fyrir meðalmanninn í Bandaríkjunum jafngildir sektin innan við tveimur dollurum, um 245 íslenskum krónum. Tepper keypti Carolina Panthers liðið árið 2018 en lítið hefur gengið hjá félaginu síðan og liðið er nú með lélegasta árangurinn í deildinni. The NFL fines #Panthers owner David Tepper $300K for throwing a drink on a fan who mocked him for giving up the 2024 first overall pick to the #Bears. pic.twitter.com/fIa6kcRWPG— NFL Notifications (@NFLNotify) January 2, 2024
NFL Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira