Ósjálfbær iðnaður vill skjól í gloppóttum lögum Elvar Örn Friðriksson skrifar 3. janúar 2024 07:01 Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun