Vísar ásökun um vanhæfi á bug Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 12:03 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“ Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“
Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira