Snoop Dogg vinnur við Ólympíuleikana í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Snoop Dogg mun lýsa keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Alexander Tamargo Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur verið óhræddur að feta nýja slóðir á ferlinum og NBC sjónvarpsstöðin greindi í gær frá nýjasta útspili hans. Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira