Snoop Dogg vinnur við Ólympíuleikana í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Snoop Dogg mun lýsa keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Alexander Tamargo Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur verið óhræddur að feta nýja slóðir á ferlinum og NBC sjónvarpsstöðin greindi í gær frá nýjasta útspili hans. Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira