Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 10:42 Frændsystkinin Margrét Þórhildur Danadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur á góðri stund árið 2007. EPA Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins. Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins.
Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16