Danir senda freigátu í Rauðahafið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 18:46 Danir segja freigátuna vera skilaboð til samstarfsþjóða og hinna árásargjörnu Húta í Jemen. Ritzau/Emil Nicolai Helms Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen. DR greinir frá því að ráðherrarnir hafi áhyggjur af stöðu þeirri sem komin er upp í Rauðahafi þar sem árásir á skipaumferð hafa valdið miklum skaða undanfarnar vikur. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir danska og alþjóðlega skipaumferð og fyrir þróun svæðisins að hægt sé að sigla öruggt um það,“ segir Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í dag. Hann segir aðgerðina vera liður í stuðningi Danmerkur við aukið öryggi siglinga á svæðinu. Danski skipa- og olíurísinn Mærsk stöðvaði tímabundið alla umferð skipa sinna í Rauðahafi í mánuðinum eftir að skotið var á eitt skipa þeirra. „Þetta ógnar öryggis sjómanna, þetta ógnar siglingaöryggi og það ógnar alþjóðaviðskiptum,“ segir Lars Løkke utanríkisráðherra. „Tólf prósent alþjóðlegrar skipaumferðar fer um Rauðahafið og Súesskurðinn og ef Hútunum tekst að stífla hann mun það koma til með að kosta gríðarlega mikið,“ bætir hann við. Þeir segja skipið tilbúið að verja sig ef það verður fyrir árásum frá Hútum og segja aðgerðina vera skilaboð til samstarfsþjóða um að Danmörk sé tilbúin að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi alþjóðaviðskipta. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Skipaflutningar Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
DR greinir frá því að ráðherrarnir hafi áhyggjur af stöðu þeirri sem komin er upp í Rauðahafi þar sem árásir á skipaumferð hafa valdið miklum skaða undanfarnar vikur. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir danska og alþjóðlega skipaumferð og fyrir þróun svæðisins að hægt sé að sigla öruggt um það,“ segir Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í dag. Hann segir aðgerðina vera liður í stuðningi Danmerkur við aukið öryggi siglinga á svæðinu. Danski skipa- og olíurísinn Mærsk stöðvaði tímabundið alla umferð skipa sinna í Rauðahafi í mánuðinum eftir að skotið var á eitt skipa þeirra. „Þetta ógnar öryggis sjómanna, þetta ógnar siglingaöryggi og það ógnar alþjóðaviðskiptum,“ segir Lars Løkke utanríkisráðherra. „Tólf prósent alþjóðlegrar skipaumferðar fer um Rauðahafið og Súesskurðinn og ef Hútunum tekst að stífla hann mun það koma til með að kosta gríðarlega mikið,“ bætir hann við. Þeir segja skipið tilbúið að verja sig ef það verður fyrir árásum frá Hútum og segja aðgerðina vera skilaboð til samstarfsþjóða um að Danmörk sé tilbúin að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi alþjóðaviðskipta.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Skipaflutningar Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira