Danir senda freigátu í Rauðahafið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 18:46 Danir segja freigátuna vera skilaboð til samstarfsþjóða og hinna árásargjörnu Húta í Jemen. Ritzau/Emil Nicolai Helms Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen. DR greinir frá því að ráðherrarnir hafi áhyggjur af stöðu þeirri sem komin er upp í Rauðahafi þar sem árásir á skipaumferð hafa valdið miklum skaða undanfarnar vikur. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir danska og alþjóðlega skipaumferð og fyrir þróun svæðisins að hægt sé að sigla öruggt um það,“ segir Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í dag. Hann segir aðgerðina vera liður í stuðningi Danmerkur við aukið öryggi siglinga á svæðinu. Danski skipa- og olíurísinn Mærsk stöðvaði tímabundið alla umferð skipa sinna í Rauðahafi í mánuðinum eftir að skotið var á eitt skipa þeirra. „Þetta ógnar öryggis sjómanna, þetta ógnar siglingaöryggi og það ógnar alþjóðaviðskiptum,“ segir Lars Løkke utanríkisráðherra. „Tólf prósent alþjóðlegrar skipaumferðar fer um Rauðahafið og Súesskurðinn og ef Hútunum tekst að stífla hann mun það koma til með að kosta gríðarlega mikið,“ bætir hann við. Þeir segja skipið tilbúið að verja sig ef það verður fyrir árásum frá Hútum og segja aðgerðina vera skilaboð til samstarfsþjóða um að Danmörk sé tilbúin að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi alþjóðaviðskipta. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Skipaflutningar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
DR greinir frá því að ráðherrarnir hafi áhyggjur af stöðu þeirri sem komin er upp í Rauðahafi þar sem árásir á skipaumferð hafa valdið miklum skaða undanfarnar vikur. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir danska og alþjóðlega skipaumferð og fyrir þróun svæðisins að hægt sé að sigla öruggt um það,“ segir Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í dag. Hann segir aðgerðina vera liður í stuðningi Danmerkur við aukið öryggi siglinga á svæðinu. Danski skipa- og olíurísinn Mærsk stöðvaði tímabundið alla umferð skipa sinna í Rauðahafi í mánuðinum eftir að skotið var á eitt skipa þeirra. „Þetta ógnar öryggis sjómanna, þetta ógnar siglingaöryggi og það ógnar alþjóðaviðskiptum,“ segir Lars Løkke utanríkisráðherra. „Tólf prósent alþjóðlegrar skipaumferðar fer um Rauðahafið og Súesskurðinn og ef Hútunum tekst að stífla hann mun það koma til með að kosta gríðarlega mikið,“ bætir hann við. Þeir segja skipið tilbúið að verja sig ef það verður fyrir árásum frá Hútum og segja aðgerðina vera skilaboð til samstarfsþjóða um að Danmörk sé tilbúin að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi alþjóðaviðskipta.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Skipaflutningar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira