Forðumst flugeldaslys Ágúst Mogensen skrifar 29. desember 2023 10:30 Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Flugeldar Tryggingar Slysavarnir Áramót Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun