„Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Dagbjört Dögg Karlsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum Söru Líf Boama, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Margréti Ósk Einarsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Ein úr Íslandsmeistaraliði Valsmanna faldi ástæðuna fyrir því að hún missti af mikilvægum leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira