Góðu fréttirnar sem gleymast... Sandra B. Franks skrifar 28. desember 2023 09:00 Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar