Mótmælendur reyndu að brjótast inn í ráðhús Belgrad Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 13:33 Frá mótmælunum í gær. EPA Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a> Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a>
Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58