Embiid nálgast magnað met Abdul-Jabbar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 09:29 Joel Embiid hefur verið að spila frábærlega undanfarið. Vísir/Getty Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt. Leikmenn Philadelphia 76´ers settu met í sigri liðsins á Toronto Raptors. Þá virðist Golden State Warriors vera komið á flug. Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira