Þrír fjórðu þjóðarinnar vill útiloka Ísrael frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:03 Netta er ein skærasta tónlistarstjarna Ísraels eftir sigur í EUrovision árið 2018 í Amsterdam. Getty/Romy Arroyo Fernandez Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Þetta er niðurstaða könnunar Prósents. Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku. Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku.
Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01
„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00