Manchester City á fjóra af ellefu bestu leikmönnum ársins, eftir að hafa unnið þrennuna eftirsóttu með því að verða Evrópumeistari, Englandsmeistari og enskur bikarmeistari. Efstur á listanum er Erling Haaland en þessi 23 ára Norðmaður átti fullkomna fyrstu leiktíð með City og hann hefur skorað 71 mark á fyrstu 18 mánuðum sínum með liðinu. Alls settu 146 sérfræðingar hann í efsta sæti og 40 til viðbótar í 2. sæti.
Þetta er í tólfta sinn sem að The Guardian stendur fyrir kjörinu en á meðal þeirra sem kusu í ár eru Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og fyrrverandi ritstjóri Fótbolta.net, og Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is.
Hinn tvítugi Jude Bellingham, sem farið hefur á kostum með Real Madrid og er markahæstur í spænsku 1. deildinni, er í 2. sæti listans eftir að hafa verið í 14. sæti í fyrra.
Hægt er að skoða hundrað efstu með því að smella hér, en þessir tíu urðu efstir:
- Erling Haaland, Man. City
- Jude Bellingham, Real Madrid
- Kylian Mbappé, PSG
- Harry Kane, Bayern München
- Rodri, Man. City
- Vinícius Junior, Real Madrid
- Mohamed Salah, Liverpool
- Kevin De Bruyne, Man. City
- Victor Osimhen, Napoli
- Lionel Messi, Inter Miami