Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Eftir að hafa þurft að jafna sig á óhemju sárum töpum um helgina var aftur komið bjart bros á andlit íslensku stuðningsmannanna á EM í körfubolta, í Katowice í dag. Hulda Margrét var á ferðinni og smellti frábærum myndum af fólkinu. 2.9.2025 14:10
EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við EM í dag var í fyrsta skipti í beinni í dag og það frá stuðningsmannasvæðinu fyrir utan Spodek-höllina. 2.9.2025 12:58
Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen, um að reka hann eftir tvo deildarleiki í starfi, algjörlega óvænta og fordæmalausa. 2.9.2025 12:31
Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. 2.9.2025 10:31
Biturðin lak af tilkynningu um Isak Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool. 2.9.2025 09:32
Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Manchester City hefur staðfest brotthvarf brasilíska markvarðarins Ederson og svissneska varnarmannsins Manuel Akanji, við lokun félagaskiptagluggans. 2.9.2025 08:55
Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Pólski framkvæmdastjórinn Piotr Szczerek segist hafa gert „rosaleg mistök“ þegar hann stal derhúfu sem ungur strákur átti að fá að gjöf frá tennisstjörnunni Kamil Majchrzak á US Open. 2.9.2025 08:33
Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. 2.9.2025 08:02
Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er þegar farinn að vinna titla með spænska stórveldinu Barcelona og honum var vel fagnað eftir að hafa tryggt liðinu titil í gær. 1.9.2025 14:18
„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. 1.9.2025 12:47