Estevao hangir ekki í símanum Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði fjölmiðla ganga of langt þegar þeir væru strax farnir að líkja hinum 18 ára Estevao við Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Hann væri enn ungur en færi eftir gömlum gildum og væri til að mynda ekki sífellt hangandi í símanum. 26.11.2025 15:02
Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Stundum á maður bara að leyfa tilfinningunum að ráða. Ekki fara að hugsa út í meiðslasögu eða gögn varðandi spilaða leiki,“ sagði fantasy-spilarinn öflugi Eysteinn Þorri Björgvinsson, gestur nýjasta þáttar Fantasýn, þegar talið barst að Danny Welbeck. 26.11.2025 14:17
„Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Pep Guardiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. 26.11.2025 12:48
„Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Það lá við að menn væru farnir að stökkva hæð sína í fullum herklæðum, svo hörð var keppnin í hástökki þegar þeir Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, og Tommi Steindórs mættust á Extraleikunum. 26.11.2025 11:31
Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Hin 25 ára gamla sundkona Penny Oleksiak, sem á flest verðlaun kanadískra kvenna á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðuð í tveggja ára bann fyrir brot á reglum um lyfjapróf. 26.11.2025 11:00
Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Það voru margir góðir gestir á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld, á stórleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu, og meðal annars virtist refur vilja fá að taka þátt í stemningunni. 26.11.2025 10:31
Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. 26.11.2025 09:02
Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26.11.2025 08:31
Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Hin breska Andrea Thompson hefur verið krýnd Sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum, þrátt fyrir að hafa um helgina endað einu stigi á eftir hinni bandarísku Jammie Booker, eftir ábendingar um að Booker hefði fæðst karlmaður. 26.11.2025 07:02
Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Það er stórt kvöld fram undan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þar sem meðal annars tvö efstu liðin, Arsenal og Bayern, mætast. Liverpool mætir PSV og strákarnir í Meistaradeildarmessunni verða að sjálfsögðu með augun á öllum leikjum kvöldsins samtímis. Þrír leikir eru í beinni útsendingu í Bónus-deild kvenna í körfubolta. 26.11.2025 06:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent