Hetjan í Ofurskálinni var undir gíðarlegri pressu frá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 12:01 Michael Jordan er mikið fyrir að veðja á hluti og hann var með pening undir í Super Bowl leiknum í febrúar 2015. Getty/Jacob Kupferman Það er ekki hægt að segja að nýjasta sagan að körfuboltagoðsögninni Michael Jordan hafi komið mikið á óvart en hún hefur engu að síður vakið athygli. Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NBA NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NBA NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira