Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar mætir Víkingurinn Birnir Snær Ingason Valsmanninum Aroni Jóhannssyni. Viðfangsefni spurninganna er Besta deild karla.
Aron viðurkenndi að hann væri smeykur að tapa enn einu sinni fyrir Birni en Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðasta tímabili á meðan Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og féll snemma út úr Mjólkurbikarnum.
Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fyrstu seríu af Heiðursstúkunni má finna með því að smella hér.