Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem verða í sýningu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum og fær til sín nafntogaða einstaklinga víðsvegar að úr íþróttaheiminum.
Aron Jóhannsson og Birnir Snær Ingason verða keppendur í fyrsta þætti þar sem Besta deildin verður viðfangsefnið.
Stiklu fyrir nýjustu þáttaröðina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fyrstu seríu af Heiðursstúkunni má finna með því að smella hér.