Fjárlögin og fólkið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 18. desember 2023 11:31 Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga. Þetta sinnuleysi um hag og afkomu almennings birtist skýrt og greinilega í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 sem Alþingi samþykkti um liðna helgi. Forgangsröðunin í frumvarpinu er svo brengluð að hreinum undrum sætir. Tekjuöflun ríkisins er allri beint gegn almenningi. Skatta- og gjaldahækkanir eru sem fyrr úrræði stjórnmálamanna sem búa ekki yfir þeirri færni sem nauðsynleg er við farsæla hagstjórn. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við eðlilegri skattheimtu og fjármagnið má auðvitað ekki snerta nú sem fyrr. Þetta sýnir enn og aftur að stjórnvöld eru að verja velferðarkerfi ríkasta 5% hluta þjóðarinnar. Um leið og ríkisvaldið hefur forgöngu um að skerða kjör almennings verða skatta- og gjaldahækkanir til að blása í glæður verðbólgu sem aftur leiðir til þess að vaxtakjör munu vísast fremur versna en hitt um leið og verðbætur éta upp eign skuldara í húsnæði sínu. Minna fæst fyrir hærri skatta Á sama tíma fær almenningur sífellt minna fyrir hækkandi skatta. Tilfærslukerfi til almennings, sem eru grundvöllur þess velferðarsamfélags er lætur sig kjör hinna efnaminni einhverju varða, hafa skipulega verið holuð að innan á undan liðnum árum og enn skal hert á þeim spellvirkjum. Húsnæðisbætur lækka, vaxtabætur lækka, barnabætur lækka. Nýir og sértækir skattstofnar eru lagðir á bifreiðar og húsnæði almennings. Raunar er það svo, að nær allar opinberar álögur hækka og fyrir því munu landsmenn fá að finna á næstu vikum. Sífellt hærri gjöld og skattar skila fólkinu í landinu engu. Því veldur fráleit forgangsröðun og hörmuleg hagstjórn. „Stöðugleikinn” margfrægi er og var vitanlega frá upphafi skáldskapur; leikrit sem snerist um völd og forréttindi valinna hópa, fyrirtækja og atvinnugreina. Fjárlagafrumvarp næsta árs staðfestir þetta mat. Heilbrigð forgangsröðun Verkalýðshreyfingin hefur margoft kynnt ítarlegar tillögur um hvernig hlífa má almenningi við sífellt auknum álögum og varða þær í stuttu máli einkum breytta skattlagningu fjármagnstekna, tekjutilflutning, auðlindagjöld, hækkun bankaskatts og eðlilega skattlagningu ferðaþjónustu. Þessi forgangsröðun er heilbrigð og hún er réttlát. Hún beinir skattakrumlunni að þeim stöðum þar sem fjármagninu hefur verið safnað og stjórnmálamenn hafa ákveðið að njóta skuli eins konar „friðhelgi” gagnvart samfélaginu og þörfum þess á sama tíma og hin útvöldu raka saman auði á kostnað almennings. Fjárlagafrumvarp 2024 sýnir almenningi verkefnið og beinir sterku ljósi að andstæðingunum; þeim stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum sem láta sér í léttu rúmi liggja versnandi kjör launafólks og raunverulega fátækt þeirra sem minnst hafa handa í millum. Frumvarpið lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun