Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 19:46 Alþingi er nú komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira