Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 19:46 Alþingi er nú komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent