Ekkjan krefst skaðabóta ella verði Tómas kærður til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2023 16:05 Tómas og Andermariam meðan allt lék í lyndi. Í kröfubréfi Sigurðar G. Guðjónssonar til Landspítalans er hlutur hans í plastbarkamálinu tíundaður og það nefnt að hans aðkoma jafngildi alvarlegri líkamsárás. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Málið er flókið. Ljóst er að Landspítalinn getur ekki tekið upp hjá sjálfum sér að greiða bætur hvað sem líður vilja þeirra sem þar ráða för. Stjórn Landspítalans hefur því fundað og reynt að finna á þessu flöt. Þar stendur málið núna. Lok málsins í Svíþjóð opnar málið á ný Runólfur Pálsson tengist sjálfur málinu á fyrri stigum þá með þeim hætti að eiginkona hans Ragnheiður Linnet skrifaði viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase um málið sem var verðlaunað sérstaklega af Blaðamannafélaginu. Plastbarkamálið á sér orðið langa sögu og er ljóst að ýmsar reglur voru brotnar í tengslum við málið allt. Skurðlæknirinn Paolo Macchiarini keyrði málið áfram og naut til þess fulltingis meðal annarra Tómasar Guðbjartssonar skurðlæknis sem fékk tilskilin leyfi og kostnaðaráætlun samþykkta af hálfu Landspítalans. Nýleg Netflix-sería Bad Surgen: Love Under the Knife, hefur orðið til að vekja athygli á málinu. Það sem hins vegar veldur straumhvörfum er að áfrýjunarbeiðni Macchiarini á dómi sem féll 21. júní á þessu ári, var hafnað. Það þýðir að tveggja og hálfs árs fangelsisdómur á hendur Macchiarini fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum, telst endanlegur. Hneyksli án hliðstæðu Plastbarkaígræðslur Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu hafa verið til rannsóknar allt frá því í ágúst 2014 en ekki svo mjög hér á landi. Ekki er víst að orðið hefði úr frekari ígræðslum ef greint hefði verið rétt frá líðan Andermariam, en allir þeir sem Macchiarini græddi barka í létust þjáningarfullum dauðdaga. Nú liggur fyrir að hann, sem fyrsti plastbarkaþeginn, var notaður sem tilraunadýr og siðareglur voru fótum troðnar. Macchiarini hafði ekki prófað plastbarka sína á dýrum en samkvæmt kenningum Macchiarinis, og þá kenningu virtust allir sem að aðgerðinni komu hafa fallist á, voru hverfandi líkur á því að líkaminn myndi hafna plastbarkanum. En það var bara kenning sem ekki hafði verið prófuð. Þáttur Tómasar Guðbjartssonar Í kröfubréfi Sigurðar er samkvæmt heimildum Vísis vikið sérstaklega að þætti Tómasar sem var læknir Andermariam á Íslandi. Í bréfinu er gert ráð fyrir því að um glæpsamlega háttsemi hafi verið að ræða af hans hálfu. Merhawit, ekkja Andermariams, tjáði sig um málið í verðlaunaviðtalinu við Mannlíf árið 2018 og sagði þar meðal annars: „Aðgerðin hafði aldrei verið gerð á lifandi manni og þess vegna var hann hræddur og vildi ekki fara í aðgerðina í fyrstu, en það var þrýst á hann. Læknarnir sögðu að ef hann færi í aðgerðina myndi hann lifa með gervibarkann í 8-10 ár. „Það er öruggt,“ sögðu þeir og ef hann vildi lifa og sjá börnin sín yrði hann að fara í þessa aðgerð. Þeir minntust aldrei á aðra möguleika við hann,“ sagði Merhawit. Í viðtalinu lýsti hún raunum fjölskyldunnar í kjölfar fráfalls manns hennar. Merhawit er búsett úti í Svíþjóð. Hvers virði er mannslíf? Samkvæmt heimildum Vísis er því haldið fram í kröfubréfinu að brot Tómasar sé ófyrnt, en vakin er athygli á því að Andemariam hafi ekki verið dauðvona þegar aðgerðin átti sér stað. Hún hafi falið í sér meiriháttar líkamsárás sem leiddi til 30 mánaða dauðastríðs Andermariams. Vakin er athygli á því að náist ekki sátt verði háttsemi Tómasar kærð til lögreglu og mál höfðað á hendur íslenska ríkinu. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki nefnd nein upphæð í bréfi Sigurðar og málið sagt ekki eiga sér hliðstæðu í skaðabótarétti. En til að miða við eitthvað eru nefndar til umhugsunar skaðabætur til þeirra sem töldust að ósekju hafa mátt þola refsivist. Stærsta málið í því samhengi í réttarsögu Íslands er Geirfinnsmálið sem lauk með bótagreiðslum upp á fleiri hundruð milljónir króna. Hörð gagnrýni aðstoðarmanns landlæknis Fleiri dálksentímetrar hafa verið ritaðir um plastbarkamálið enda á það sér fá ef nokkur fordæmi. Sem dæmi má nefna athyglisverða grein sem aðstoðarmaður Landlæknis, þá aðstoðarritstjóri Fréttablaðisins, skrifaði og skóf ekki af því: „Fá fordæmi eru fyrir jafn grófu vísindamisferli og kristallast í hinu svokallað Plastbarkamáli. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í Svíþjóð á lygum ítalska læknisins Paolo Macchiarini og siðlausum tilraunum hans á fárveikum einstaklingum,“ skrifaði Kjartan Hreinn Njálsson. Og svo enn sé vitnað til skrifa hans: „Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Hann var fjölskyldumaður og var hér á landi að sækja sér menntun. Í heimalandinu geisaði borgarastyrjöld. Hann var notaður sem tilraunadýr af Macchiarini, en aðrir nýttu sér hlutskipti hans til að koma nafni sínu á spjöld sögunnar,“ skrifar Kjartan Hreinn og talar vísast fyrir hönd margra. Uppfært 18:00 Mishermt var í fyrri útgáfu fréttarinnar að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við það á fyrri stigum. Það hefur hann ekki gert og er beðist velvirðingar á þessari missögn. Plastbarkamálið Landspítalinn Háskólar Svíþjóð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Málið er flókið. Ljóst er að Landspítalinn getur ekki tekið upp hjá sjálfum sér að greiða bætur hvað sem líður vilja þeirra sem þar ráða för. Stjórn Landspítalans hefur því fundað og reynt að finna á þessu flöt. Þar stendur málið núna. Lok málsins í Svíþjóð opnar málið á ný Runólfur Pálsson tengist sjálfur málinu á fyrri stigum þá með þeim hætti að eiginkona hans Ragnheiður Linnet skrifaði viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase um málið sem var verðlaunað sérstaklega af Blaðamannafélaginu. Plastbarkamálið á sér orðið langa sögu og er ljóst að ýmsar reglur voru brotnar í tengslum við málið allt. Skurðlæknirinn Paolo Macchiarini keyrði málið áfram og naut til þess fulltingis meðal annarra Tómasar Guðbjartssonar skurðlæknis sem fékk tilskilin leyfi og kostnaðaráætlun samþykkta af hálfu Landspítalans. Nýleg Netflix-sería Bad Surgen: Love Under the Knife, hefur orðið til að vekja athygli á málinu. Það sem hins vegar veldur straumhvörfum er að áfrýjunarbeiðni Macchiarini á dómi sem féll 21. júní á þessu ári, var hafnað. Það þýðir að tveggja og hálfs árs fangelsisdómur á hendur Macchiarini fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum, telst endanlegur. Hneyksli án hliðstæðu Plastbarkaígræðslur Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu hafa verið til rannsóknar allt frá því í ágúst 2014 en ekki svo mjög hér á landi. Ekki er víst að orðið hefði úr frekari ígræðslum ef greint hefði verið rétt frá líðan Andermariam, en allir þeir sem Macchiarini græddi barka í létust þjáningarfullum dauðdaga. Nú liggur fyrir að hann, sem fyrsti plastbarkaþeginn, var notaður sem tilraunadýr og siðareglur voru fótum troðnar. Macchiarini hafði ekki prófað plastbarka sína á dýrum en samkvæmt kenningum Macchiarinis, og þá kenningu virtust allir sem að aðgerðinni komu hafa fallist á, voru hverfandi líkur á því að líkaminn myndi hafna plastbarkanum. En það var bara kenning sem ekki hafði verið prófuð. Þáttur Tómasar Guðbjartssonar Í kröfubréfi Sigurðar er samkvæmt heimildum Vísis vikið sérstaklega að þætti Tómasar sem var læknir Andermariam á Íslandi. Í bréfinu er gert ráð fyrir því að um glæpsamlega háttsemi hafi verið að ræða af hans hálfu. Merhawit, ekkja Andermariams, tjáði sig um málið í verðlaunaviðtalinu við Mannlíf árið 2018 og sagði þar meðal annars: „Aðgerðin hafði aldrei verið gerð á lifandi manni og þess vegna var hann hræddur og vildi ekki fara í aðgerðina í fyrstu, en það var þrýst á hann. Læknarnir sögðu að ef hann færi í aðgerðina myndi hann lifa með gervibarkann í 8-10 ár. „Það er öruggt,“ sögðu þeir og ef hann vildi lifa og sjá börnin sín yrði hann að fara í þessa aðgerð. Þeir minntust aldrei á aðra möguleika við hann,“ sagði Merhawit. Í viðtalinu lýsti hún raunum fjölskyldunnar í kjölfar fráfalls manns hennar. Merhawit er búsett úti í Svíþjóð. Hvers virði er mannslíf? Samkvæmt heimildum Vísis er því haldið fram í kröfubréfinu að brot Tómasar sé ófyrnt, en vakin er athygli á því að Andemariam hafi ekki verið dauðvona þegar aðgerðin átti sér stað. Hún hafi falið í sér meiriháttar líkamsárás sem leiddi til 30 mánaða dauðastríðs Andermariams. Vakin er athygli á því að náist ekki sátt verði háttsemi Tómasar kærð til lögreglu og mál höfðað á hendur íslenska ríkinu. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki nefnd nein upphæð í bréfi Sigurðar og málið sagt ekki eiga sér hliðstæðu í skaðabótarétti. En til að miða við eitthvað eru nefndar til umhugsunar skaðabætur til þeirra sem töldust að ósekju hafa mátt þola refsivist. Stærsta málið í því samhengi í réttarsögu Íslands er Geirfinnsmálið sem lauk með bótagreiðslum upp á fleiri hundruð milljónir króna. Hörð gagnrýni aðstoðarmanns landlæknis Fleiri dálksentímetrar hafa verið ritaðir um plastbarkamálið enda á það sér fá ef nokkur fordæmi. Sem dæmi má nefna athyglisverða grein sem aðstoðarmaður Landlæknis, þá aðstoðarritstjóri Fréttablaðisins, skrifaði og skóf ekki af því: „Fá fordæmi eru fyrir jafn grófu vísindamisferli og kristallast í hinu svokallað Plastbarkamáli. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í Svíþjóð á lygum ítalska læknisins Paolo Macchiarini og siðlausum tilraunum hans á fárveikum einstaklingum,“ skrifaði Kjartan Hreinn Njálsson. Og svo enn sé vitnað til skrifa hans: „Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Hann var fjölskyldumaður og var hér á landi að sækja sér menntun. Í heimalandinu geisaði borgarastyrjöld. Hann var notaður sem tilraunadýr af Macchiarini, en aðrir nýttu sér hlutskipti hans til að koma nafni sínu á spjöld sögunnar,“ skrifar Kjartan Hreinn og talar vísast fyrir hönd margra. Uppfært 18:00 Mishermt var í fyrri útgáfu fréttarinnar að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við það á fyrri stigum. Það hefur hann ekki gert og er beðist velvirðingar á þessari missögn.
Plastbarkamálið Landspítalinn Háskólar Svíþjóð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54