Gætum allt eins gefið einkunn fyrir fituprósentu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 10:13 Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði. Vísir Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“ Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“
Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira