„Já!“ skrifaði Sara og birti mynd af trúlofunarhringum. Hringurinn er óhefðbundinn í laginu með fallegum steinum.

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið, en þau kynntust í meðferð á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016.
Á dögunum fögnuðu þau bæði sjö árum edrú og er óhætt er að segja lífið leiki við þau. Saman eiga þau tvo drengi, Björgvin Úlf og Krumma Stein.
Herra Hnetusmjör hefur verið áberandi í tónlistarsenunni síðastliðin ár ásamt því að vera einn af fjórum dómurum í Idol.
Idol hóf göngu sína á ný 24. nóvember síðastliðinn og mátti þar sjá fjölbreyttan hóp tónlistarfólks spreyta sig á dómaraprufunum.
Á meðal keppenda var Anna Fanney og má segja að flutningur hennar hafi algjörlega slegið í gegn.