„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. desember 2023 22:43 Maté Dalmay á ærið verkefni fyrir höndum á æfingum í jólafríinu Vísir/Anton Brink Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum