Blönk í bænum með uppblásið sófasett í stofunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2023 10:18 Birgitta Haukdal hefur komið víða við á löngum ferli. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“ Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“
Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”