Bréf til jólasveinsins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:00 Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Jól Jólasveinar Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar