Bréf til jólasveinsins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:00 Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Jól Jólasveinar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar