Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 08:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum. Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum.
Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira