Lögmál leiksins: Hvort er Celtics eða Lakers sigursælla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2023 06:26 LeBron James í leik gegn Boston Celtics. Barry Chin/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Heitasta umræðuefnið að þessu sinni var hvort Los Angeles Lakers væri nú sigursælasta lið í sögu NBA-deildarinnar eftir að sigra fyrstu bikarkeppni deildarinnar frá upphafi. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingarnir taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. Það gerðu menn svo sannarlega þegar kom að Lakers vs. Celtics umræðunni. LeBron James og félagar í Lakers urðu um helgina bikarmeistarar eftir öruggan sigur á Indiana Pacers. Um var að ræða fyrstu bikarkeppni í sögu deildarinnar og fer það eftir hver er spurður hvort þessi titill telji eður ei. Þetta var 18. titill Lakers, 17 NBA-titlar og einn bikartitill, sem þýðir að félagið hefur lyft einum titli meira en Boston Celtics. Ekkert lið deildarinnar hefur unnið fleiri titla en þessi tvö félög. Er Lakers þar með sigursælasta félag í sögu NBA? „Jájá, 100 prósent. Það er bara þannig. 17 + 1, Boston er bara með 17,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að blikka. Hörður Unnsteinsson var ekki sömu skoðunar: „Þetta er bara prinsipp mál fyrir mér, ég tel ekki þessa titla með,“ sagði hann um titlana tvo sem Lakers vann þegar liðið var enn staðsett í Minneapolis. Að hans mati er Celtic því enn sigursælasta lið NBA-deildarinnar. Klippa: Lögmál leiksins: Hvort er Celtics eða Lakers sigursælla? Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru: Tyrese Haliburton er betri en Shai Gilgeous-Alexander, Victor Wembanyama hefur fengið gott NBA uppeldi hingað til og Trae Young þarf að umbylta sínum leikstíl til að verða partur af góðu liði. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um leikhlé LeBrons: „Hann er búinn að missa boltann“ Farið verður yfir leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Lögmál leiksins í kvöld. Lakers tók leikhlé undir lok leiks eftir að hafa misst boltann, að mati sérfræðinga þáttarins. 11. desember 2023 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingarnir taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. Það gerðu menn svo sannarlega þegar kom að Lakers vs. Celtics umræðunni. LeBron James og félagar í Lakers urðu um helgina bikarmeistarar eftir öruggan sigur á Indiana Pacers. Um var að ræða fyrstu bikarkeppni í sögu deildarinnar og fer það eftir hver er spurður hvort þessi titill telji eður ei. Þetta var 18. titill Lakers, 17 NBA-titlar og einn bikartitill, sem þýðir að félagið hefur lyft einum titli meira en Boston Celtics. Ekkert lið deildarinnar hefur unnið fleiri titla en þessi tvö félög. Er Lakers þar með sigursælasta félag í sögu NBA? „Jájá, 100 prósent. Það er bara þannig. 17 + 1, Boston er bara með 17,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að blikka. Hörður Unnsteinsson var ekki sömu skoðunar: „Þetta er bara prinsipp mál fyrir mér, ég tel ekki þessa titla með,“ sagði hann um titlana tvo sem Lakers vann þegar liðið var enn staðsett í Minneapolis. Að hans mati er Celtic því enn sigursælasta lið NBA-deildarinnar. Klippa: Lögmál leiksins: Hvort er Celtics eða Lakers sigursælla? Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru: Tyrese Haliburton er betri en Shai Gilgeous-Alexander, Victor Wembanyama hefur fengið gott NBA uppeldi hingað til og Trae Young þarf að umbylta sínum leikstíl til að verða partur af góðu liði. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins um leikhlé LeBrons: „Hann er búinn að missa boltann“ Farið verður yfir leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Lögmál leiksins í kvöld. Lakers tók leikhlé undir lok leiks eftir að hafa misst boltann, að mati sérfræðinga þáttarins. 11. desember 2023 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Lögmál leiksins um leikhlé LeBrons: „Hann er búinn að missa boltann“ Farið verður yfir leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Lögmál leiksins í kvöld. Lakers tók leikhlé undir lok leiks eftir að hafa misst boltann, að mati sérfræðinga þáttarins. 11. desember 2023 17:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum