Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:03 Svanhildur Þorvaldsdóttir ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um niðurstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ástandið á Gasa. Stöð 2 Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42