Enn stefnt að lokun áfangaheimilis Samhjálpar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. desember 2023 09:13 Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segir lokunina mikinn harmleik. Samsett Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar. Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar.
Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00