Horfum í spegil Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. desember 2023 09:15 Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun