„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:56 Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að tveir palenstínskir drengir skuli ekki fá alþjóðlega vernd hér. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi. Vísir Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira