Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2023 12:31 Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun