Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 30. janúar 2026 14:17 Ég trúi því að lausnirnar við vandamálum dagsins í dag sé að finna í félagshyggju, þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Ég trúi því að við eigum að leggja fram til samfélagsins út frá getu. Þess vegna finnst mér óréttlátt að ríkasta fólkið greiði ekki eins og aðrir í okkar sameiginlega sjóði. Launafólk, öryrkjar og jafnvel foreldrar í fæðingarorlofi greiða útsvar af tekjum sínum. Útsvar er skattur sem rennur til sveitarfélaga og er ætlað að standa undir margvíslegri þjónustu. Þeir sem lifa á fjármagnstekjum þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekjum. Það finnst mér bæði skrýtið og ósanngjarnt. Við búum í stéttskiptu samfélagi þar sem hin ríkustu eru varin en hin tekjulægri bera þungar fjárhagslegar byrðar. Ef hlutirnir væru eðlilegir myndi allra ríkasta fólkið greiða aðeins meira til samfélagsins þannig að við gætum boðið upp á hluti eins og frítt í strætó fyrir öll börn en í dag þurfa börn að greiða fyrir að ferðast með strætó. Það finnst mér skrýtið. Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Þess vegna er mjög ánægjulegt að samstarfsflokkarnir í borgarstjórn séu að undirbúa það að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir reykvísk ungmenni á grunnskólaaldri. Samstarfsflokkarnir leggja til að gjaldtaka í strætisvögnum, hvort sem er á vegum Strætó bs. eða Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf., verði felld niður vegna reykvískra barna á grunnskólaaldri. Það gildi þangað til grunnskólagöngu lýkur. Miðað er við að þetta taki gildi eigi síðar en 1. maí á þessu ári. Þessi tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi 3. febrúar. Hægt verður að fylgjast með umræðunni í Ráðhúsi Reykjavíkur og rafrænt í gegnum vefsíðu borgarinnar. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um þessa tillögu. Svo skulum við spyrja okkur: Af hverju búum við í samfélagi þar sem það þykir eðlilegra að rukka börn fyrir þjónustu frekar en ríkasta fólkið? Höfundur er forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vor til vinstri Strætó Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég trúi því að lausnirnar við vandamálum dagsins í dag sé að finna í félagshyggju, þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Ég trúi því að við eigum að leggja fram til samfélagsins út frá getu. Þess vegna finnst mér óréttlátt að ríkasta fólkið greiði ekki eins og aðrir í okkar sameiginlega sjóði. Launafólk, öryrkjar og jafnvel foreldrar í fæðingarorlofi greiða útsvar af tekjum sínum. Útsvar er skattur sem rennur til sveitarfélaga og er ætlað að standa undir margvíslegri þjónustu. Þeir sem lifa á fjármagnstekjum þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekjum. Það finnst mér bæði skrýtið og ósanngjarnt. Við búum í stéttskiptu samfélagi þar sem hin ríkustu eru varin en hin tekjulægri bera þungar fjárhagslegar byrðar. Ef hlutirnir væru eðlilegir myndi allra ríkasta fólkið greiða aðeins meira til samfélagsins þannig að við gætum boðið upp á hluti eins og frítt í strætó fyrir öll börn en í dag þurfa börn að greiða fyrir að ferðast með strætó. Það finnst mér skrýtið. Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Þess vegna er mjög ánægjulegt að samstarfsflokkarnir í borgarstjórn séu að undirbúa það að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir reykvísk ungmenni á grunnskólaaldri. Samstarfsflokkarnir leggja til að gjaldtaka í strætisvögnum, hvort sem er á vegum Strætó bs. eða Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf., verði felld niður vegna reykvískra barna á grunnskólaaldri. Það gildi þangað til grunnskólagöngu lýkur. Miðað er við að þetta taki gildi eigi síðar en 1. maí á þessu ári. Þessi tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi 3. febrúar. Hægt verður að fylgjast með umræðunni í Ráðhúsi Reykjavíkur og rafrænt í gegnum vefsíðu borgarinnar. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um þessa tillögu. Svo skulum við spyrja okkur: Af hverju búum við í samfélagi þar sem það þykir eðlilegra að rukka börn fyrir þjónustu frekar en ríkasta fólkið? Höfundur er forseti borgarstjórnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar