Í tilefni dagsins birtu þau myndir af þeim saman á Instagram með fallegum orðsendingum til hvors annars.
„4 ár frá fyrsta stefnumóti og verið saman (nánast upp á dag) síðan, ég elska þig,“ skrifar Gummi við færsluna.
Lína kveðst spennt fyrir framtíðinni með Gumma sér við hlið.
„4 ár með main man Gummi kíró. Aldrei hefði mér dottið í hug að við myndum enda sem par og hvað þá að meika hvort annað svona lengi. Elska þig ástin mín og spennt fyrir fleiri ævintýrum með þér!“ skrifaði Lína.
Vildu forðast allt slúður
Lína og Gummi höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað að láta til skara skríða og bjóða Línu á stefnumót en vissi ekki að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir.
Lína samþykkti boð Gumma þrátt fyrir vandræðalegan meðferðartíma. Þau ákvaðu að fyrsta stefnumótið skyldi fara fram í heimahúsi þar sem þau eru bæði frekar opinberar persónur og vildu forðast allt slúður. Gummi bauð Línu því heim í mat og hafa þau verið saman allar götur síðan.
Parið trúlofaði sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð.