„Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2023 19:19 Arnar Pétursson var heldur súr en trúir því að með tíð og tíma verði auðveldara að horfa til baka. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Þetta er það,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands eftir súrt jafntefli við Angóla á HM kvenna í handbolta. Jafnteflið þýðir að Ísland er á leið í Forsetabikarinn en sigur hefði komið liðinu í milliriðil. „Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“ Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“
Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira