Lögmál leiksins: „Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 07:00 Tómas Steindórsson sagði einfaldlega „nei“ þegar hann var spurður út í Devin Booker. AP Photo/Matt York Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað þegar Lögmál leiksins var sýnt í gær, mánudag. Í þættinum var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. „Devin Booker er besti skotbakvörður deildarinnar“ „Ég er búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei,“ sagði Tómas áður en hann lýsti því yfir að ákveðinn leikmaður Minnesota Timberwolves væri besti skotbakvörður NBA-deildarinnar. „Booker er meira búinn að vera í ásnum,“ bætti Tómas við. Sigurður Orri var ósammála Tómasi og taldi Booker betri en téðan leikmann úr Úlfunum. „Umræðan er á milli þeirra í dag, sem er bara skemmtilegt. Booker er kominn með ótrúlegt vopnabúr, orðinn allt annar varnarmaður, tekur ábyrgð sóknarlega og setur leikinn upp líka.“ Þá voru sérfræðingarnir spurðir hvor væri betri, Booker eða Jayson Tatum í Boston Celtics. Þar hölluðust þeir að manninum sem spilar oftast nær í grænu. Klippa: Lögmál leiksins: Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei „Oklahoma City Thunder er einum góðum leikmanni frá því að vera meistarakandídat“ „Já. Taka kistuna, einn svona langur. Ef Paul George hefði ekki einu sinni verið þarna og þvingað sér í burtu myndi ég segja að hann væri sú týpa. Vængur sem dekkað stórar stöður,“ sagði Sigurður Orri. Hvorki Sigurður Orri né Tómas vilja sjá DeMar DeRozan eða Zach Lavine í OKC.Á endanum stakk Tómas upp á Pascal Siakam. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „J.B. Bickerstaff verður fyrsti þjálfarinn til að vera rekinn“ og „Los Angeles Clippers þarf að sprengja upp liðið.“ „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til og rökstyðja svo svar sitt. „Devin Booker er besti skotbakvörður deildarinnar“ „Ég er búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei,“ sagði Tómas áður en hann lýsti því yfir að ákveðinn leikmaður Minnesota Timberwolves væri besti skotbakvörður NBA-deildarinnar. „Booker er meira búinn að vera í ásnum,“ bætti Tómas við. Sigurður Orri var ósammála Tómasi og taldi Booker betri en téðan leikmann úr Úlfunum. „Umræðan er á milli þeirra í dag, sem er bara skemmtilegt. Booker er kominn með ótrúlegt vopnabúr, orðinn allt annar varnarmaður, tekur ábyrgð sóknarlega og setur leikinn upp líka.“ Þá voru sérfræðingarnir spurðir hvor væri betri, Booker eða Jayson Tatum í Boston Celtics. Þar hölluðust þeir að manninum sem spilar oftast nær í grænu. Klippa: Lögmál leiksins: Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei „Oklahoma City Thunder er einum góðum leikmanni frá því að vera meistarakandídat“ „Já. Taka kistuna, einn svona langur. Ef Paul George hefði ekki einu sinni verið þarna og þvingað sér í burtu myndi ég segja að hann væri sú týpa. Vængur sem dekkað stórar stöður,“ sagði Sigurður Orri. Hvorki Sigurður Orri né Tómas vilja sjá DeMar DeRozan eða Zach Lavine í OKC.Á endanum stakk Tómas upp á Pascal Siakam. Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „J.B. Bickerstaff verður fyrsti þjálfarinn til að vera rekinn“ og „Los Angeles Clippers þarf að sprengja upp liðið.“ „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira