Aðstandendur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 15:31 Frá vinstri er Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Guðlaug Baldursdóttir og svo Gunnar Ingi Valgeirsson. Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira
Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira