„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Kári Mímisson skrifar 3. desember 2023 19:44 Baldur Þorleifsson var afar ósáttur eftir 96-66 tap gegn Grindavík Vísir/Vilhelm Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. „Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00