„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Kári Mímisson skrifar 3. desember 2023 19:44 Baldur Þorleifsson var afar ósáttur eftir 96-66 tap gegn Grindavík Vísir/Vilhelm Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. „Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00