„Það er mjög skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka. Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni