„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 21:01 Kristinn Óli skaust upp á stjörnuhimininn með lagið BOBA ásamt Jóa Pé árið 2017. Móðurskipið Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira