Hált á svellinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar