Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Murdaugh við réttarhöld í Suður-Karólínu í dag. AP Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47
Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna