Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 14:10 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir ætlanir ríkisstjórnar hans varðandi fjárfestingu í þýskum iðnaði í uppnámi. AP/Markus Schreiber Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira