Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 14:10 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir ætlanir ríkisstjórnar hans varðandi fjárfestingu í þýskum iðnaði í uppnámi. AP/Markus Schreiber Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira