Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn segir að málið sé í rannsókn.
Þar segir einnig frá glöggum vegfaranda sem varð þess var þegar maður kom fíkniefnum fyrir í runna í hverfi 105 í Reykjavík. Hann hafi tilkynnt lögreglu um athæfið, sem hafi nálgast efnin og haldlagt þau. Málið sé til rannsóknar.