Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræddi brunann í Stangarhyl í Árbæ í kvöldfréttum. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“ Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira